Þrjú stór flugfélög er nú í eigu íslenskra aðila, FL GROUP, Avion Group og hið nýja félag. Í Vegvísi Landsbankans segir að fróðlegt verði að fylgjast með framvindu mála hjá hinu nýja félagi, hvort rekstur Iceland Express verði sameinaður undir sama hatt og hvort félagið verði skrá í Kauphöll Íslands. Í dag er aðeins FL Group skráð í Kauphöll Íslands en Avion Group fyrirhugar skráningu í byrjun næsta árs.

FL Group hefur verið í mikilli samkeppni við Iceland Express á ákveðnum leiðum í Evrópu og má búast við að hún fari harðnandi þegar fram í sækir, þar sem Iceland Express mun njóta liðsstyrk öflugs félags eða jafnvel sameinast því.

Bréf FL Group lækkuðu í dag um 1,3% sem má hugsanlega rekja til þessara frétta og hugsanlega vegna hækkunar olíuverðs undanfarið.