?Áfram verður verðbólgan því yfir efri þolmörkum í markmiði Seðlabankans (4%) og
langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði hans" segir greiningardeild Íslandsbanka en verðbólgan mun mælast 4,2% samkvæmt spá ÍSB og eykst úr 4,1%. Reikna þeir með því að verðbólgan hjaðni í ferbrúar og nái undir efri þolmörk Seðlabankans. Þó aðeins um skamma stund.

Verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hefur aukist vegna mikilla spennu á vinnumarkaði og mun halda áfram að aukast á næstu mánuðum og spáir bankinn 6,1% verðbólgu nú í ár og 6,4% yfir það næsta.

Greiningardeildin telur gengi krónunnar ?mun líklegra til að lækka en hækka þegar horft er fram til loka þessa árs og til næsta árs" og mun valda aukinni verðbólgu.