Verðbólga á evrusvæðinu mældist 3,2% í janúarmánuði og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár, samkvæmt nýjum hagtölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Á sama tíma greindi framkvæmdastjórn ESB frá því að væntingarvísitala evrópskra stjórnenda og neytenda hefði lækkað úr 103,4 stigum í desember í 101,7 stig í þessum mánuði. Sérfræðingar segja að þessi þróun muni valda Seðlabanka Evrópu miklum höfuðverk við ákvörðun stýrivaxta. Hvort eigi að vega þyngra: Halda aftur af auknum undirliggjandi verðbólguþrýstingi á evrusvæðinu eða afstýra djúpri niðursveiflu.

Sjá nánari umfjöllun í helgarblaði Viðskiptablaðsins.