*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 14. febrúar 2006 17:38

Verðbólga fer minnkandi í Bretlandi

Ritstjórn

Verðbólga í Bretlandi mælist nú annan mánuðinn í röð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans eða 1,9% þrátt fyrir hækkandi olíuverð, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Minni verðbólguþrýstingur gefur Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti á næstunni til að ýta undir vöxt í hagkerfinu.

Á síðasta ári mældist hagvöxtur aðeins 1,7% sem er minnsti hagvöxtur sem mælst hefur í 13 ár. Stýrivextir Seðlabankans eru nú 4,5% eftir að hafa lækkað um 25 punkta í ágúst síðastliðnum. Næsti stýrivaxtafundur fer fram þann 9. mars

Rekja má lægri verðbólgu meðal annars til lækkunar á verði fatnaðar og matvöru en vísitalan lækkaði um 0,5% milli mánaða.