Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir bankann hafa hækkað verðbólguspá sína í 2% fyrir helgi í ljósi áhættunnar vegna gengislækkunarinnar en hefðu bersýnilega átt að ganga lengra.

Hann segir verðbólguskotið greinilega koma fram fyrr en hann hafi búist við, það séu fyrst og fremst gengisáhrifin sem skýri muninn á spám og rauntölum.

Þetta sé að gerast fyrr en til að mynda 2001 og 2002 þegar gengi krónunnar lækkaði einnig snöggt og mikið.

_____________________________________

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00 í kvöld. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .