Nokkrar breytingar voru á verðskrá Símans í gær þegar nokkrir þjónustuþættir hækkuðu í verði en aðrir lækkuðu.

Á heimasíðu Símans kemur fram að meðaláhrif til hækkunar á símreikninga einstaklinga og fyrirtækja er á bilinu 1-4%.

„Ástæður verðbreytinga nú eru kostnaðarhækkanir í rekstri sem tengjast meðal annars launaskriði og breytingum á gengi íslensku krónunnar,“ segir á heimasíðu Símans.

Þá kemur fram að meðal þeirra þjónustuþátta sem lækkuðu í verði eru símtöl í tvö önnur farsímakerfi en sú lækkun nemur um 4,6%.

Hér má sjá breytingar á verðskrá Símans.