Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% frá fyrra mánuði og fer verðbólga við það úr 4,6% niður í 4,1%. Þetta er talsvert lægri verðbólga en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir en verðbólguspár gerðu ráð fyrir lítilsháttar hækkun vísitölunnar og óbreyttri eða aukinni verðbólgu. Verðbólgan nú er á svipuðum slóðum og í fyrrasumar.

Fram kemur í útlistun Hagstofunnar á lægri verðbólgu nú er að sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,3%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 12,6% en verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 2,8%. Verð á mat- og drykkjarvörum lækkaði um 1,0% og verð á nýjum bílum lækkaði um 1,8%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,1% og vísitalan án húsnæðis um 4,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,4% sem jafngildir 1,5% verðhjöðnun á ári (1,9% verðhjöðnun á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Tólf mánaða verðbólga sl. 5 ár.
Tólf mánaða verðbólga sl. 5 ár.
© vb.is (vb.is)