Samræmd vísitala neysluverð á Íslandi dróst saman um 1,2% í janúar, samanborið við 0,4% lækkun á EES-svæðinu. Hagstofan birti í dag samræmda vísitölu neysluverðs en henni er ætlað að mæla á samræmdan hátt breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð verðbólgu milli ríkjanna.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitalan hækkað hérlendis um 2,2% í samanburði við 2,7% innan EES. Hraða hjöðnun í janúar má að stórum hluta rekja til útsöluáhrifa.