Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% á milli mánaða og fór verðbólga við það úr 3,8% í 4,3% nú. Þetta er nokkurn veginn í takt við væntingar en sem dæmi spáði Greining Íslandsbanka því að vísitalan myndi hækka um 0,3% og verðbólga verða hin sama og raunin varð. Til samanburðar mældist 4,1% verðbólga fyrir ári.

Hagstofan segir sumarútsölur víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,1%. Á móti lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 11,9%.

Ef húsnæðisliðurinn er tekin út úr vísitölunni þá hefur mælist 4,2% verðbólga. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs svo hækkað um 0,6% sem jafngildir 2,5% verðbólgu á ári.