Verð á makríl hefur lækkað síðasta árið um allt að 20% í erlendri mynt. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið í dag.

Útflutningsverðmæti makrílafurða námu 25 milljörðum í fyrra og var veruleg verðhækkun frá því árinu á undan.

Talið er að um 1100 þúsund tonn af makríl hafi gengið inn í íslenska lögsögu í fyrra og hitteðfyrra.

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur undanfarnar vikur rannsakað göngur og útbreiðslu makrílsins innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Því liggur stofnstærðin ekki fyrir.