Hlutabréf rafbílaframleiðandans Tesla lækkuðu um 65% í ár. Markaðsverðmætið lækkaði um 700 milljarða Bandaríkjadala, um 98.000 milljarða íslenskra króna. Lækkunin á markaðsverðmætinu er eins sú mesta í sögunni.

Margar ástæður eru fyrir lækkuninni sem er mun meiri en á hlutabréfum gömlu bílaframleiðendanna.

Þeir bandarísku lækkuðu reyndar verulega. General Motors lækkaði um 45% og Ford um 44%. Volkswagen lækkaði um 36%, BMW um lækkaði um 7% og Mercedes-Benz lækkaði um 10%.

Hvers vegna?

Margar skýringar eru á þessari gríðarlegu lækkun á Tesla. Miklir framleiðsluerfiðleikar hafa verið hjá Tesla allt þetta ár í Kína, í hagkvæmustu og stærstu verksmiðju Teslu. Verksmiðjunni hefur verið lokað nokkrum sinnum á árinu. Síðasta lokunin var rétt fyrir jól og er hún enn lokuð.

Eftirspurn eftir bílum hefur dregist saman í heiminum í kjölfar hækkandi vaxta og óvissu í efnahagsmálum. Vikuna birti Tesla tilboð sem gilti frá 21. desember þar til í dag.

„Keyptu Model 3 or Model Y frá 21. desember til 31. desember 2022 og fáðu 7.500 dala afslátt og 10.000 mílna fría hleðslu á Ofurhleðslustöðvum Tesla.“

Afslátturinn er um ein milljón króna. Mánuðinn á undan bauð Tesla sama tilboð en með 3.500 dala afslætti.

Það þekkist vel í bílabransanum að veita afslætti. Hann sveiflast eftir framboði og eftirspurn. En svona mikill afsláttur þekkist varla. Wall Street Journal greindi frá fyrir jól að meðalafslátturinn á bandaríska markaðnum væri um 1.187, rétt um 150 þúsund krónur.

Enda tók við enn ein lækkunarhrynan á hlutabréfum Tesla við. Tilboðið velti upp þeirri spurningu hvort eftirspurnin eftir bílum Tesla væri hrunin. Á sama tíma og framleiðslugetan er að aukast með nýjum verksmiðjum.

Fjárfestar í Tesla hafa haft áhyggjur allt frá því að Elon Musk gerði yfirtökutilboði á Twitter í apríl, að sú yfirtaka myndi taka athygli hans frá Tesla. Áhyggjurnar af því hafa vaxið þegar leið á haustið, ekki síst þegar fréttir birtust af því að hann svæfi í höfuðstöðvum Twitter, enda væri það til marks um að hann fyrirtækið ætti hug hans allan.

Síðast en ekki síst, þá hefur stofnandinn Elon Musk selt mikið af hlutabréfum í Tesla á árinu. Aðallega til að fjármagna kaupin á Twitter.

Musk hefur sagt að Tesla ætli að framleið 20 milljónir bíla árið 2030. Framleiðslan í ár var um 1,37 milljónir bílar. Til þess að auka framleiðsluna þurfi Tesla að fjölga verksmiðjum um 10-12.

Leiðrétt: Í upphaflegu útgáfunni kom fram að framleiðsla Tesla í fyrra hefði verið undir 500 þúsund bílar. Þar var átt við á fjórða ársfjórðungi. Hið rétta er að framleiðslan árið 2022 var um 1,37 milljónir bílar.