Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á að sérstakur saksóknari fái afhent gögn í máli sem varðar rannsókn á meintu verðsamráði Húsasmiðjunnar og brota fleiri fyrirtækja á byggingavörumarkaði. Úrskurður féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómurinn féllst á að aðeins hluti gagnanna verði afhentur sem óskað var eftir.

Rannsóknin á ætluðu broti hófst með húsleit efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í samvinnu við Samkeppniseftirlitið í húsnæði Byko, Húsasmiðjunnar og byggingavöruverslunarinnar Úlfsins í mars árið 2011. Lagt var hald á mikið magn rafrænna gagna í húsleitinni. Málið er enn í rannsókn og hefur ekki verið gefin út ákæra í þessu áætlaða verðsamráði.

Lögmaður Húsasmiðjunnar ætlaði að kæra málið til Hæstaréttar og þykir líklegt að það verði gert í dag.

Samkvæmt 41. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005 varðar það starfsmenn fyrirtækja sektum eða fangelsi allt að sex árum ef þeir framkvæma, hvetja til eða láta framkvæma samráð milli keppinauta, m.a. um verð.