Verkföll áhafna í vélum írska flugfélagsins Aer Lingus höfðu neikvæð áhrif á afkomu félagsins og útlit fyrir að rekstrarhagnaður verði 10-20% minni en í fyrra. Verkfallið stóð aðeins yfir í einn dag í maí auk þess sem hótað var vinnustöðvunum í tvo daga. Það leiddi til þess að fólk afpantaði ferðir sem það hafði bókað.

Fram kemur í umfjöllun breska útvarpsins ( BBC ) um málið að stjórnendur Aer Lingus segi bata fyrirtækisins skýrast af því hvað fyrþað muni taka langan tíma að endurheimta þá viðskiptavini sem sneru við því baki í kjaradeilunni við starfsmenn.

Röskun varð á um tvö hundruð flugferðum vegna verkfalls starfsmanna Aer Lingus í maí. Starfsmennirnir sem lögðu þá niður störf voru 1.200 stalsins.