Flugmenn Air France hafa hætt vinnustöðvun hjá flugfélaginu vegna deilna um launakjör. Verkfallið hefur staðið yfir í tvær vikur og kostað flugfélagið hundruði milljóna evra. BBC News greinir frá þessu.

Stéttarfélag flugmannanna og Air France hafa þó ekki komist að samkomulagi í málinu. Hins vegar segir talsmaður flugmannanna að ákveðið hafi verið að hætta verkfallinu svo samningaviðræður gætu farið fram í rólegra andrúmslofti.