Verkís verkfræðistofa hefur tekið að sér hönnun vegna stækkunar á Sola flugstöðinni í Stavanger í Noregi fyrir hönd Avinor, en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir að verkefnið feli í sér stækkun á innritunarsal, komusal, breytingar á farangursflokkunarkerfinu ásamt ýmsum breytingum í núverandi flugstöð. Í heild verður stækkunin í kringum 5.000 fermetrar og er áætlaður kostnaður í kringum 500 milljónir norskra króna.

Hluti af framkvæmdunum er þegar hafinn og er stefnt að opnun á stækkuðum flugvelli þann 30. júní 2018. Flugvöllurinn mun þá geta annað allt að sex milljónum farþega árlega. Heildar framkvæmdakostnaður er verkefnisins er 1,5 milljarðar norskra króna.