Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.827,6 milljarðar króna í lok ágúst og lækkaði um 6,6 milljarða króna í mánuðinum.

Með nýbirtum tölum Seðlabankans um stöðu lífeyrissjóða segir að lækkunina í ágúst megi helst rekja til breytinga á erlendrum liðum. Erlend verðbréfaeign lækkaði um 10,6 milljarða króna, eða 2,1% frá fyrri mánuði.

Ef miðað er við ágúst 2009 hefur hrein eign sjóðanna hækkað um 129,3 milljarða króna.

„Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna,“ segir í tilkynningu Seðlabankans.