Sala í Bretlandi féll um 0,3% í janúarmánuði frá fyrri mánuði en í desember jókst salan um 0,2%. Í fyrra jókst salan í janúarmánuði um 5,4% samkvæmt tölum hagstofunnar í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Samkvæmt hagstofunni mun verð hafa lækkað um 3,1% frá janúarmánuði í fyrra og mun þetta hafa verið gert til þess að draga að fleiri viðskiptavini. Mun þetta vera mesta lækkun milli ára síðan mælingar hófust árið 1997.

Þrátt fyrir þetta er talið að neysla á árinu verði góð þar sem minna atvinnuleysi sé og betri fjárhagsstaða almennings. Talið er að stýrivextir muni heldur ekki hækka fyrr en á árinu 2016.