Smásala í Þýskalandi féll um 1,4% í júní. Sé miðað við árið í fyrra þá minnkaði smásala um sem nemur 3,9%, samkvæmt hagstofu Þýskalands.

Minnkandi verslun í Þýskalandi bendir til vaxandi erfiðleika í þessu stærsta hagkerfi Evrópu. Sjálfsöryggi neytenda hefur heldur ekki mælst jafn lágt í þrjú ár.

Atvinnuleysi hefur einnig aukist.