Dagurinn í dag var mesti lækkunnardagur um langt skeið hlutabréfamörkuðum í heiminum.

Dow Jones vísitalan hefur ekki lækkað á einum degi síðan 1. desember 2008, í 33 mánuði og 3 daga.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,31%, Nasdaq um 5,08 og S&P um 4,78%

Mikið verðfall var einnig í Evrópu.  FTSE 100 í Lundúnum lækkaði um 3,43%, Dax í Frankfurt lækkaði um 3,40%, CAC40 í París lækkaði um 3,90%, FTSE Italiana í Mílanó um 4,77 og Ibex35 um 3,89%.

Einn stærsti banki Ítalíu, UniCredit lækkaði um 9,33% og hefur lækkað um 52,29% frá áramótum. Hlutabréf í Banco Popolare bankanum hafa lækkað mest í kauphöllinni í Mílanó frá áramótum, um 70,08%.

Áhyggjur af efnahagsbúskap heimsins, skuldum Bandaríkjanna og skuldakrísunni í Evrópu eru meðal ástæðna lækkananna.