Eik banki hagnaðist um tæpar þrjár milljónir danskra króna (62 milljónir króna) eftir skatta á fyrri hluta ársins sem var verulegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar bankinn tapaði 69 milljónum DKK.

Munar þar mestu að virðisrýrnun útlána og krafna var aðeins 56 milljónir DKK samanborið við 203 milljónir í fyrra.

Á öðrum ársfjórðungi skilaði bankinn átta milljóna DKK hagnaði. Hreinar vaxtatekjur Eik Banka jukust um fjórðung á milli ára og námu 308 milljónum DKK, en hreinar rekstrartekjur samstæðunnar drógust saman um 14% og námu 299 milljónum.

Í lok júní var eiginfjárhlutfall Eik 14,4%. Stjórnendur bankans reikna með hagnaði fyrir árið í heild sem byggist á hóflegum vexti í hagkerfum Danmerkur og Færeyja.