Sænskur dómstóll hefur samþykkt umsókn frá sænska bílaframleiðandanum Saab, sem er í eigu General Motors (GM), um að hafin verði endurskipulagning á fyrirtækinu með það fyrir augum að það verði sjálfstætt fyrirtæki á ný.

Skipaður hefur verið tilsjónarmaður sem stýra á því ferli. GM keypti 50% í Saab árið 1989 og eignaðist svo allt fyrirtækið tíu arum síðar. Endurskipulagningin þarf að njóta stuðnings lánardrottna Saab en þeir munu funda hinn 6. apríl n.k.

GM hefur viljað selja Saab en sænska ríkisstjórnin hafnaði beðni GM um fjárhagslega aðstoð þegar eftir henni var leitað. Heimildir innan sænsku ríkisstjórnarinnar herma að stjórnvöld hafi þó ekki útilokað að veita lánatryggingar í tengslum við fyrirhugaða endurskipulagningu.

Saab tapaði 3 milljörðum sænskra króna á síðasta ári og áætlað er að tapið verði álíka mikið í ár.

Frá þessu er skýrt á fréttavef BBC.