Í Peningamálum Seðlabankans er ýjað að því að vextir bankans munu hækka þegar áætlun stjórnvalda um leiðréttingar verðtryggðra lána verði hrint í framkvæmd. Slík vaxtahækkun ætti að vega á móti áhrifum á efnahagsumsvif, gengi krónunnar og verðbólgu. Líklegast matið gefur til kynna að vextir verða orðnir um 1% hærri árið 2016 en þeir myndu annars vera.

„Samkvæmt líklegasta fráviksdæminu verða vextir Seðlabankans um 0,3 prósentum hærri í ár en í grunndæminu og um 0,6 prósentum hærri á næsta ári (mynd 7-i). Árið 2016 eru vextir orðnir tæplega 1 prósentu hærri en í grunndæminu og helst sá munur áfram út árið 2018," segir í viðauka Seðlabankanas um skuldaleiðréttinguna.