Englandsbanki lækkaði vexti í fyrsta sinn í sjö ár núna 4. ágúst. Nýju vextirnir eru 0,25% en þetta eru lægstu stýrivextir frá upphafi. Markaðurinn hafði búist við þessum miklu stýrivaxtalækkunum, enda hefur mikil óvissa skapast í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bankinn bætti einnig í magnbundna íhlutunar aðgerðir sínar.

En þrátt fyrir það að vextir séu komnir í sögulegar lægðir og að bankinn sé að kaupa ríkis- og fyrirtækjaskuldabréf á áður óþekktum hraða, gæti það verið að vextir lækki enn frekar og að Englandsbanki fari í auknar íhlutunar aðgerðir.

Í nýlegri grein í Times of London, segir Ian McCafferty, meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka að það sé fullt svigrúm til frekari aðgerða. Hann vill þó bíða, og ná að greina áhrif útgöngungu úr Evrópusambandinu betur.