Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hefur beðið skipbrot og mikilvægt er að halda honum frá völdum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í landsfundarályktun Vinstri grænna sem samþykkt var í dag.

Í ályktuninni segir að tryggja þurfi að hér sitji áfram ríkisstjórn sem hafi jöfnuð, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd að leiðarljósi. „Vel heppnað samstarf núverandi stjórnarflokka leggur góðan grunn að slíku framhaldi," segir í ályktuninni.

„Sterk staða Vinstri grænna, flokksins sem aldrei hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda, er besta tryggingin fyrir því að ný gildi verði fest í sessi við stjórn landsins. Það verður engin félagshyggjustjórn án þátttöku Vinstri grænna."

Ályktanir fundarins má finna hér.