Viðskiptaráð Íslands tekur frumvarpi um lögum um gjaldeyrismál fagnandi. Telur VÍ að það komi til með að marka tímamót íslensku viðskiptaumhverfi og auki einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga. Þetta kemur fram í umsögn VÍ um lög um gjaldeyrismál.

Ráðið hefur lengi vel bent á skaðsemi langvarandi fjármagnshafta og er því hæstánægt að það glitti loks í fullt afnám hafta.

Þessi skref sem eru tekin með frumvarpinu eru að mati VÍ bæði jákvæð og varfærin. Þar sem að aðstæður í hagkerfinu séu góðar sé í raun grundvöllur fyrir fullu afnámi hafta.

Bendir VÍ meðal annars á það að vaxtamunur sé umtalsverður, að hagvöxtur á Íslandi sé meiri en í viðskiptalöndum, að verðbólga sé lág og fjármagnsinnstreymi vegna þjónustuviðskipta þrýsti á hækkun gengis.

„Með það í huga hvetur Viðskiptaráð stjórnvöld til að ganga hratt til verks og ráðast í lokaskref þessa mikilvæga verkefnis við fyrsta tækifæri“ er að lokum sagt í tilkynningu frá Viðskiptaráði.