Landsvirkjun á í viðræðum við átta til tíu aðila sem koma til greina sem mögulegir orkukaupendur frá virkjunum á Norðausturlandi og standa vonir til þess að orkusölusamningar við kaupendur eða kaupanda verði undirritaðir í haust. Nokkur fyrirtæki af þeim sem sýnt hafa orkukaupum áhuga eru komin lengra en önnur í viðræðum við Landsvirkjun, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Þar á meðal eru iðnefnaframleiðslufyrirtækin Kemira frá Finnlandi og PCC frá Þýskalandi.

Viðræður um sölu á orku til framleiðslu, sem staðsett verður m.a. á Bakka við Húsavík, eru langt komnar. Ljóst er að valið stendur á milli þess að byggja upp fleiri en eitt fyrirtæki á svæðinu sem eru í orkufrekum iðnaði og síðan þess að selja orkuna til álvera, sem myndu þá kaupa meira magn raforku heldur en hin fyrirtækin sem koma til greina.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.