*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 10. maí 2014 10:45

Viðskiptaenglar í sjávarútvegi

Þór Sigfússon, Ármann Þorvaldsson og Kjartan Gunnarsson eru á meðal stjórnarmanna í nýjum fjárfestahópi.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Þetta er „spin-off“ úr sjávarklasanum, fyrir þá sem leita fjárfesta í nýjum verkefnum í sjávarútvegi og fullvinnslu afurða,“ segir Þór Sigfússon um félagið Marinvest sem nýverið var stofnað.

Á meðal stofnenda félagsins eru auk Íslenska sjávarklasans Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi og Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri. Þá eru á meðal annarra stofnenda félagið ÞKJ ehf., sem er í eigu Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrverandi forstjóra Símans, og KGK tveir ehf., sem er í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Þór, sem situr í stjórn félagsins fyrir hönd Sjávarklasans, segir hugmyndina að ungt fólk geti kynnt hugmyndir sínar fyrir stjórnarmönnum félagsins og muni þeir leika hlutverk viðskiptaengla, fjárfesta sem leggi fjármagn til nýrra fyrirtækja.