Til þess að greiða starfsmanni 340 þúsund krónur í laun á mánuði þarf að leggja út sem um nemur 740 þúsund krónum. Of breitt bil er milli útborgaðra launa og heildarkostnaðar í launatengdum gjöldum, að mati Viðskiptaráðs Íslands.

Fái starfsmaður 340 þúsund krónur útborguð eftir skatt mánaðarlega munu heilar 400 þúsund krónur ahfa farið í launatengda skatta og gjöld. Vinnuveitandi borgar þá 240 þúsund og starfsmaðurinn 160 þúsund.

Hækka má útborguð laun um 40 þúsund krónur með þremur breytingum - lækkun tryggingagjalds um 2%, lækkun tekjuskatts og útsvars um prósentu, og að hætta eingreiðslum, samkvæmt úttekt Viðskiptaráðs.