Heildartekjur fjórmenninganna sem ákærðir eru fyrir brot á gjaldeyrislögum nam, samkvæmt útreikning­ um saksóknara, annaðhvort 656 milljónum króna eða 693 milljónum. Hagnaður umbjóðenda þeirra var hins vegar miklum mun meiri, en ætla má að hann hafi numið um þremur milljörð­ um króna. Taka ber fram að þessi tala kemur ekki fram í ákærunni, heldur er hér um lauslegan út­ reikning að ræða byggðan á afla­ nds­ og innanlandsgengi krónu gagnvart evru á því tímabili sem meint brot fóru fram.

Eins og í dag var töluverður mun­ ur á opinberu gengi krónunnar hér á landi og því gengi sem sýslað var með krónuna erlendis. Íslenskir við­ skiptavinir Aserta létu félagið hafa erlendan gjaldeyri, sem notaður var til að kaupa krónur á aflandsgengi, sem svo voru fluttar til landsins. Viðskiptin voru afar umsvifamikil, en á tímabilinu nam fjárhæð inn­ fluttra króna um 14,3 milljörðum króna. Viðskiptavinir Aserta voru 84 talsins en þeir voru misumsvifa­ miklir í sínum viðskiptum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.