Íslensk erfðagreining ehf. skilaði 329.444 dala hagnaði í fyrra, sem samsvarar tæpum 40 milljónum íslenskra króna. Í fyrra var tap á rekstri fyrirtækisins sem nam 8,3 milljónum dala, eða um einum milljarði króna á gengi dagsins í dag.

Munurinn á milli ára liggur aðallega í því að rekstrartekjur ÍE nær fjórfölduðust og námu 39,8 milljónum dala í fyrra. Rekstrarhagnaður upp á 10,3 milljónir dala tók því við af 10,9 milljóna dala rekstrartapi árið 2012.

Fjármagnskostnaður var sambærilegur milli ára, eða um 3,5 milljónir dala, en hins vegar voru gengisáhrif neikvæð um 6,2 milljónir dala og skýrir það af hverju hagnaðurinn varð ekki meiri í fyrra.