Viðsnúningur varð á rekstri Joe & The Juice á Íslandi í fyrra og nam tap félagsins 10 milljónum króna samanborið við 68 milljóna króna hagnað árið áður. Félagið velti tæplega 1,4 milljörðum króna á síðasta ári og jókst veltan um 230 milljónir króna frá fyrra ári, en rekstrarkostnaður jókst að sama skapi um 323 milljónir.

Eignir félagsins námu 330 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé nam 142 milljónum króna. Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Joe & The Juice á Íslandi.