Lágvöruverðsverslunin Kostur skilaði 1,6 milljónum í hagnað á síðasta ári en það er talsverður viðsnúningur frá síðasta rekstrarári. Jón Gerald Sullenberger er stærsti eigandi verslunarinnar en verslunin skilaði 55 milljóna króna tapi vegna ársins 2010. „Þetta var áætlunin sem ég setti í gang þegar ég fór af stað og þetta hefst með mikilli vinnu,“ segir Jón um viðsnúninginn sem hefur orðið í rekstri verslunarinnar.

„Árið lítur ljómandi vel út,“ segir hann aðspurður um hvernig reksturinn hefur verið á þessu ári. „Það var alltaf planið. Við erum alltaf að skoða“ segir hann um hvort það standi til að bæta við fleiri verslunum.