Hagnaður sælgætisframleiðandans Nóa-Siríus nam 57,6 milljónum króna, samanborið við um 90 milljóna tap árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var þó um 30 milljónum lægri en árið 2009 og nam alls um 150 milljónum, samkvæmt ársreikningi félagsins, sem var skilað til ársreikningaskrár fyrr í mánuðinum.

Viðtal Nói Síríus
Viðtal Nói Síríus
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Í ársreikningi kemur fram að sala jókst eilítið frá fyrra ári. Innflutningur var hins vegar nokkuð minni en reiknað var með og hefur Nói glímt við verulegar hækkanir á bæði hráefnum og umbúðum. Ennfremur segir að fjárhagsleg endurskipulagning standi nú yfir og búist sé við að höfuðstóll skulda verði leiðréttur til lækkunar og skilmálabreytt verði yfir í íslenskar krónur.

Síðasta starfsár félagsins var hið 90. í sögu Nóa. Lagt var til að ekki yrði greiddur arður til hluthafa á þessu ári.