Stjórn full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, Varðar, mun funda í hádeginu í dag.

Samkvæmt heimildum mbl.is verður rætt um hvort Halldór Halldórsson oddviti flokksins í Reykjavík muni víkja af listanum.

Fulltrúaráðið getur ekki vikið Halldóri af listanum, enda hefur framboðslista verið skilað inn og framboðsfrestur runninn út. Því þarf Halldór sjálfur að samþykkja breytingar hvað hann varðar.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mælist mjög lágt samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Fengi flokkurinn aðeins 21,5% fylgi og þrjá menn kjörna. Sjálfur nýtur Halldór 19% fylgi þegar spurt er hver viðkomandi vilji sjá sem borgarstjóra í Reykjavík.

Í nágrannasveitarfélögunum Reykjavíkur nýtur Sjálfstæðsflokkurinn hins vegar mun meira fylgis.

Á Seltjarnarnesi mælist flokkurinn með 66% fylgi.  Í Mosfellsbæ 55,7%, í Garðabæ 60,2%, Kópavogi 39,6%  og 31,6% í Hafnarfirði.