Íslensku lífeyrissjóðirnir vildu fá mun fleiri krónur fyrir evrurnar sínar en Seðlabanki Íslands sá sér fært að bjóða í síðasta gjaldeyrisútboði bankans. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hljóðuðu innsend tilboð sumra lífeyrissjóða upp á 280 til 380 krónur fyrir hverja evru.

Annað gjaldeyrisútboð Seðlabankans á árinu var haldið á miðvikudag í síðustu viku. Fyrr á þessu ári skuldbundu lífeyrissjóðirnir sig til þess að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans með því að selja erlendar eignir og skipta í krónur. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að samkomulagið hafi aðeins falið í sér þátttöku í útboðunum. Þannig uppfylli sjóðirnir sitt með því að taka þátt, en ekekrt hámark sé samkvæmt útboðsskilmálum á því hversu margar krónur þeir geti farið fram á fyrir erlendar eigur sínar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.