*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 23. september 2010 15:15

Vilhjálmur Egilsson: Tekjuskattshlutfall fyrirtækja fari aftur í 15%

segir reglur um arðgreiðslum úr einkahlutafélögum valda miklum vandræðum

Hörður Kristjánsson

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði á fundi SA og Viðskiptaráðs Íslands í morgun að allar rannsóknir sýndu að tekjuskattshlutfallið hafi afgerandi áhrif á fjárfestingar og atvinnusköpun. Hóflegt hlutfall í tekjuskatti auki svigrúm fyrirtækja til nýsköpunar og rannsókna. Að ríkistekjur aukist með auknum hagvexti. “Þess vegna teljum við að það eigi að stefna á það á nýjan leik að tekjuskattshlutfallið fari í 15%. Það var í sjálfu sér ekkert óeðlilegt miðað við það ástand sem við búum við að hækka tekjuskattshlutfallið tímabundið en við þurfum að sjá þá þróun ganga til baka.”

Vilhjálmur sagði einnig að það væri stórmál fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að lögum hafi verið breytt um skattlagningu á einkahlutafélög. Ekki væri lengur hægt að taka arð út úr slíkum fyrirtækjum með eðlilegum hætti eins og áður var heldur væri hluti arðsins skattlagður sem laun.

„Þetta hefur valdið miklum vandræðum og því er lýst í skýrslunni hvernig þetta hefur komið niður á mörgum fyrirtækjum og við viljum sá þetta ákvæði fara út.”

Sagði Vilmundur það slys að sett hafi verið 10% mark á eignarhlut við skattlagningu á arði sem fyrirtæki fengju úr öðrum fyrirtækjum. Þetta hefði þær afleiðingar að fyrirtæki vildu ekki lengur eiga litla hluti í öðrum fyrirtækjum því slíkt kallaði á tvísköttun á arði.

„Ef við viljum t.d. fá þá stöðu að íslenskir bankar þróist yfir í dreift eignarhald, með fyrirtæki sem eigendur, lífeyrissjóði og einstaklinga, þá gengur þessi regla ekki upp sem sett var um 10% kröfu á eignarhaldi.”