*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 4. ágúst 2016 10:21

Vilhjálmur og Árni gefa kost á sér

Vilhjálmur Árnason og Árni Johnsen stefna nú á framboð í Suðurkjördæmi. Báðir munu þeir berjast um efstu sætin.

Ritstjórn
Árni er langt frá því að vera hættur
Haraldur Guðjónsson

Vilhjálmur hefur setið á þingi í þrjú ár og sækist nú eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Á kjörtímabilinu hefur Vilhjálmur setið í tveimur nefndum, annars vegar umhverfis- og samgöngunefnd og hins vegar allsherjar- og menntamálanefnd. Á þessu fyrsta kjörtímabili sínu, vakti áfengisfrumvarp hans mesta athygli. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun ætlar hann að halda áfram að beita sér fyrir löggæslu-, heilbrigðis- og samgöngumálum.

Árni Jonsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar einnig að sækjast eftir þingsæti. Hann sendi Morgunblaðinu bréf og tilkynnti framboð sitt. Í þessu umrædda bréfi fengu flokkssystkini hans - þau Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur - að heyra það. Árni segir þau hafa rottað sig saman til þess að fæla fólk frá því að kjósa sig. Ekki kemur fram hvaða sæti Árni ætlar að sækjast eftir, en líklegt er að það verði eitt af efstu sætunum.