Google hefur á undanförnum árum reynt að auka notkun sína á vind- og sólarorku. Fyrirtækið er þekkt fyrir stórhuga áætlanir, en nýjasta stefna þeirra er að nota einungis endurnýjanlega orkugjafa til að knýja gagnvaverin á næsta ári. Þetta kemur fram í New York Times, en fyrirtækið tilkynnti þessa áætlun fyrr í dag.

Það sem gerir fyrirtækinu kleift að gera þetta, eru stórir samningar við orkuframleiðendur. Orkufyrirtækin nota þessa samninga svo sem veð, til þess að tryggja sér fjármagn. Rafmagnið fer þó ekki beint í gagnaverin, heldur inn á rafmagnsnetið í hverju landi fyrir sig og þannig nær fyrirtækið að halda því fram að það noti einungis vistvæna orku. Því nettó eru þeir að kaupa jafn mikið og þeir neyta frá þessum grænu orkufyrirtækjum.

Í Bandaríkjunum nota fyrirtæki um 25% af öllu rafmagni sem framleitt er. En fyrirtæki á borð við Google nota um 2%. Árið 2015 notaði Google 5,7 teravött af rafmagni, en til þess að skaffa fyrirtækinu þá orku, þyrfti tvö 500 megavatta kolabrennsluofna.