Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur og stofnendur bruggverksmiðjunnar Kalda, vilja opna „bjór-spa“ á svæðinu. Þau telja slíkt geta styrkt ferðaþjónustuna á svæðinu. Fyrirtækið hefur aukið framleiðslu frá stofnun og hefur rétt náð að anna eftirspurn á íslenskum markaði. Því sé ekki farið að huga að útflutningi heldur frekar að tengja framleiðsluna við ferðaþjónustuna.

Hjónin stofnuðu saman bruggverksmiðjuna árið 2005 sem bruggar óhefðbundinn bjór. Engin rotvarnarefni, enginn sykur er í bjórnum og hann er ekki gerilsneyddur.

VB Sjónvarp heimsótti bruggverksmiðjuna.