Stærstur hluti kröfuhafa Norðurturnsins í Kópavogi hefur hug á að klára framkvæmdir við turninn sem hafa legið niðri frá því fyrir bankahrun.

Norðurturninn hf, sem á samnefnda turnbyggingu við Smáralind, hefur fengið heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar fram í byrjun september. Einn kröfuhafi hefur kært ákvörðunina til Hæstaréttar en að öðru leyti mun vilji meðal kröfuhafa, sem eiga um 94% krafna á fyrsta veðrétti, að klára framkvæmdir sem hafa legið niðri frá bankahruni. „Að öðru leyti hafa allir kröfuhafar verið að vinna saman að þessu með það að markmiði að koma í veg fyrir gjaldþrot. Það er ekkert launungamál að félagið er með neikvætt eigið fé sem truflar kannski ekki svo mikið ef kröfuhafar eru sammála,“ segir Halldór Jónsson hrl., aðstoðarmaður á greiðslustöðvunartíma. Hann segir að kröfuhafar telji meiri verðmæti fólgin í því að klára þann kubb sem er kominn upp og fjármagna turninn, jafnvel þótt nýtt fjármagn þurfi að koma til en að láta hann standa reistan til hálfs.

-Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins