Íslandsturnar, sem keypt hafa óvirka innviði af Sýn og Nova á um 13 milljarða króna, hefa tekið til starfa s amkvæmt tilkynningu frá féalginu. Félagið segist vilja stuðla að því að hraðari 5G væðingu fjarskiptafélaganna. Íslandsturnar eru dótturfélag bandaríska fjárfestingafélagsins DigitalBridge og í eigu fjárfestingasjóða félagsins.

Jóakim Reynisson verður framkvæmdastjóri Íslandsturna líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku en hann er einn stofnenda Nova og var framkvæmdastjóri tæknimála Nova fram til ársins 2018.

„Stofnun Íslandsturna er einstakt tækifæri til að stofna leiðandi sjálfstætt turnafélag á Íslandi og styðja bæði Sýn og Nova í rekstri hágæða fjarskiptakerfis sem og að flýta uppbyggingu 5G-væðingu þeirra," er haft eftir Marc Ganzi, forstjóra DigitalBridge í tilkynningu um stofnun félagsins.

DigitalBridge er með um 5.000 milljarða króna af eignum í stýringu, einna helst tengda fjarskiptatengdum innviðum. Kaupin eru önnur fjárfesting félagsins á Norðurlöndunum en félagið keypti finnska félagið Digita Oy.