*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 23. febrúar 2018 17:08

Vilja skattleggja notkun ökutækja

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að skattlagning á bíla og eldsneyti beinist að aðgangi að vegakerfinu.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Starfshópur um endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis leggurtil að farið verði í þá átt að skattlagningin verði byggð á notkun ökutækja og jarðvegurinn fyrir það verði undirbúinn. 

Þannig muni skattlagningin miðast við innflutning á ökutækjum, aðgangi þeirra að vegakerfinu og notkun. Jafnframt, eins og það er kallað, verði skattstofnar ökutækja og eldsneytis breikkaðir og skilvirkni verði aukin.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði starfshópinn og átti starf hans að byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa. Jafnframt átti skattlagningin að stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum. 

Innihalda skýrsludrögin sem nú hafa verið birt á samráðsgátt Ísland.is, tillögu að stefnu stjórnvalda til áranna 2019 til 2025.

Tillögur starfshópsins eru í grundvallaratriðum eftirfarandi:

  • 1. Að fyrirkomulagi skattlagningarinnar verði breytt þannig að hún fangi á markvissan og skilvirkan hátt:

a. innflutning og töku ökutækja í notkun (öflun),
b. aðgang ökutækja að íslenska samgöngukerfinu
c. notkun ökutækja á íslensku vegakerfi

  • 2. skattlagningin geri stjórnvöldum mögulegt að takast með skynsamlegum hætti á við markmið Íslands í loftslagsmálum.
  • 3. Að skattstofnar ökutækja og eldsneytis verði breikkaðir og skilvirkni skattlagningarinnar aukin.
  • 4. Að undirbúa jarðveginn fyrir skatttöku byggða á notkun ökutækja.
Stikkorð: eldsneyti bílar vegir