Breska ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa alla hluti og þjóðnýta Royal Bank of Scotland. Þetta kemur fram á vef FOX business og Financial Times.

Bankinn hefur verið tregur til að lána breskum viðskiptamönnum og því fóru þessar umræður af stað. Nú er verið að skoða hvort ríkið eigi að kaupa þau 18% sem eftir eru í eigu fjárfesta. Þetta gæti kostað um 5 milljarða punda eða nær 1.000 milljörðum króna.

Verð á hlutum bankans hækkuðu í morgun um 0,7%.