Pólverjar vilja bandarískar eldflaugavarnir til þess að treysta þriðju stoðina í varnarmálastefnu landsins. Áherslan er rakin til þess stjórnvöld telja að sú öryggiskuldbinding felst í aðild að NATO og ESB dugi ekki til eins og málin standa.

Þeir sem fylgjast grannt með evrópskum stjórnmálum hafa tekið eftir samstöðuleysi meðal aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) þegar kemur að samskiptum við rússnesk stjórnvöld.

Þetta hefur meðal annars komið fram á vettvangi orkumála en þar hafa ríki Evrópu haft gjörólíka nálgun um hvernig beri að haga samskiptunum við stjórnvöld í Moskvu.

Hugsanlegt er að þetta muni endurspeglast á öðrum sviðum en sérfræðingar hafa meðal annars túlkað fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi bandarískra stjórnvalda í Austur- Evrópu sem tilraun til þess að treysta varnir sínar með því að tryggja beina aðkomu Bandaríkjamanna.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .