Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, lagði til fundi Samtaka atvinnulífsins(SA) um samgöngumál, að stjórnvöld, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, taki nú ákvörðun um að á næstu 12 árum verði ráðist í stórframkvæmdir í samgöngumálum fyrir 120 milljarða króna, eða 10 milljarða á ári. Þetta kemur fram á vef SA.

© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Þorvarður vill að settur verði á laggirnar stórframkvæmdasjóður sem verði fjármagnaður með sérstökum hætti utan hefðbundinna framlaga til samgöngumála. Þá er stefnt að  lífeyrissjóðirnir láni til framkvæmdanna. Þorvarður hvatti til þess að þessi vegferð hefjist sem allra fyrst með sameiginlegu og samstilltu átaki stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila.

Í erindi sínu benti Þorvarður á að umferð á Suðurlandsvegi síðastliðinn áratug hafi numiði 6-10 þúsund bílum á sólarhring. Aukningin á 10 árum væri 45% þrátt fyrir áhrif kreppunnar og sagði hann að umferðin muni tvöfaldast næstu tvo áratugi. Þungaflutningar væru mun meiri en áður og Landeyjarhöfn hefði mikil áhrif. Fjölgun erlendra ferðamanna leiddi einnig til aukinnar umferðar og allt þetta kallaði á auknar framkvæmdir þar sem líta þyrfti til langtímasjónarmiða.