Erlendi einstaklingurinn sem kveðst hafa upplýsingar um undanskot Íslendinga frá skatti í 416 tilfellum, vill fá 150 milljónir króna fyrir gögnin. Hann vill ekki semja um árangurstengdar greiðslur fyrir afhendingu þeirra, þ.e. að hann fái greitt í samræmi við mögulegar innheimtur skatta vegna upplýsinga sem komi fram í gögnunum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytis.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að starfshópi sem skoði hvort ástæða sé að taka upp grið í íslensk skattalög sé ætlað að skila drögum að frumvarpi þess efnis eigi síðar en 15. febrúar næstkomandi.

Leki frá HSBC verði rannsakaður

Þá segir að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi beint tilmælum til skattannsóknarstjóra að embættið „gangist fyrir athugun á því hvort fréttafluttningur af viðskiptaháttum svissneska útibús breska bankans HSBC, og eftir atvikum annnarra banka, gefi tilefni til rannsókna af hálfu embættisins.“