Pétur Blöndal óskaði eftir því fyrir hönd þingmanna Sjálfstæðisflokksins að sérstök umræða verði á Alþingi um tillögur stjórnlagaráðs í tilefni af atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi. Pétur vísaði til 2. mgr. 60. gr. þingskaparlaga. Illugi Gunnarsson, Birgir Ármannsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tóku undir ósk Péturs.

Óskað var eftir því að þingmenn fengju tækifæri til að fara efnislega yfir tillögur stjórnlagaráðs í umræðum á þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna, enda hefði þingið mikilvægu hlutverki sem vettvangur umræðu um mikilvæg mál á hinum pólitíska vettvangi.