„Frumvarpið gengur í stuttu máli út á það að sjóðsfélagarnir fái að stjórna fé sínu, séu viðurkenndir eigendur þess og fái upplýsingar um eign sína - bara eins og venjulegir eigendur fjármuna," segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á skuldatryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þetta er annað skiptið sem hann leggur frumvarpið fyrir þingið.

Stærstu breytingarnar sem Pétur leggur til lúta að því hverjir fá að stjórnum lífeyrissjóða. Í frumvarpinu er lagt til að sjóðsfélagar kjósi um stjórnarsetu í lífeyrissjóðum með almennri leynilegri póstatkvæðagreiðslu fyrir ársfund. Þar er sömuleiðis lagt til að heimilt verði að kveða á um rafræna kosningu til stjórnar í samþykktum sjóðsins.

Pétur bendir á það í samtali við vb.is að í dag sé helmingur stjórnar lífeyrissjóða tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og hinn helmingurinn sé tilnefndur af stéttarfélagi.

Frumvarp Péturs .