Hluthafi í Hval hf ætla á aðalfundi félagsins 1. júní næstkomandi að leggja fram tillögu um stjórn félagsins geri nauðsynlegar ráðstafanir svo hægt verð að slíta félaginu innan árs. Hluthafinn telur hvalveiðahluta félagsins ekki standa undir sér og að afurðir seljist treglega vegna hamla á alþjóðlegum mörkuðum með hvalkjöt.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær að tveir þriðju hluti tekna Hvals samstæðunnar árið 2011 komu til vegna annars reksturs en sölu afurða.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals og helsti eigandi, gefur lítið fyrir tillögu hluthafans og telur öruggt að hún njóti ekki nærri nógs stuðnings hjá hluthöfum en samkvæmt samþykktum Hvals hf þurfa hluthafar sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum af heildarhlutafé að samþykkja tillögu um félagsslitin. Hluthafar félagsins eru 98 talsins. Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. er þar stærst með 39,5% í Hval en félagið er m.a. í eigu Kristjáns, erfingja Árna Vilhjálmssonar og fleiri. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins á hluthafinn sem ætlar að leggja tillöguna fram undir 0,2% hlutafjár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .