Siv Friðleifsdóttir, framsóknarþingkona, hefur krafist svara um jafnræði kynja í ríkisbönkum frá viðskiptaráðherra. Ráðherra mun væntanlega veita svör við umræður á Alþingi innan fárra vikna.

Spurningar Sivjar eru eftirfarandi:   1. Hver ber ábyrgð á því að jafnræðis sé gætt milli kynja við skipulagsbreytingar í nýju ríkisbönkunum þremur? 2. Hvert var kynjahlutfall meðal stjórnenda bankanna þriggja fyrir yfirtöku ríkisins og hvert er það nú? 3. Hvernig hefur ráðherra beitt sér til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli kynja í nýju bönkunum hvað varðar stöðuveitingar og launakjör?